Sumarið 2009 var rannsóknum haldið áfram á kumlateignum á Litlu Núpum í Aðaldal og á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal. Sífellt koma í ljós nýjar upplýsingar um lífshætti forfeðra okkar og siði þeirra og svo virðist sem kumlateigurinn á Ingiríðarstöðum kunni að vera sá stærsti sem fundist hefur hérlendis. Jafnframt hófust mælingar á minjunum í Skuldaþingsey í Skjálfandafljóti sem eru afar athygglisverðar eins og sjá má af myndunum sem fylgja rannsóknaniðurstöðunum.
Smelltu á tengilinn til að fræðast um helstu niðurstöður rannsókna á vegum Hins þingeyska fornleifafélags árið 2009