Hið þingeyska fornleifafélag var stofnað þann 2. október 2004 á Narfastöðum í Reykjadal. Stofnaðilar voru 10 talsins, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir í Þingeyjarsýslu. Samþykktir og fundargerðir má sjá hér. Markmið félagsins er að að efla rannsóknir á íslenskri miðaldamenningu, undirbúa og framkvæma fornleifaskráningu og fornleifarannsóknir í Þingeyjarþingi og skapa styrkari forsendur fyrir menningartengda ferðamennsku í Þingeyjarþingi. Félagið hefur notið mikillar velvildar fyrirtækja og stofnana og eru verkefni fjármögnuð með styrkjum frá fyrirtækjum og stofnunum og hefur hlotið styrki á fjárlögum íslenska ríkisins. Félagið starfar náið með Fornleifastofnun Íslands sem annast vísindalega ráðgjöf og framkvæmd skráninga og rannsókna á vegum félagsins.