Haus

Hiđ Ţingeyska fornleifafélag


Velkominn á vefsvæði Hins þingeyska fornleifafélags.

Hið þingeyska fornleifafélag var stofnað þann 2. október 2004 á Narfastöðum í Reykjadal. Stofnaðilar voru 10 talsins, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir í Þingeyjarsýslu. Markmið félagsins er að að efla rannsóknir á íslenskri miðaldamenningu, undirbúa og framkvæma fornleifaskráningu og fornleifarannsóknir í Þingeyjarþingi og skapa styrkari forsendur fyrir menningartengda ferðamennsku í Þingeyjarþingi. Félagið starfar náið með Fornleifastofnun Íslands sem annast vísindalega ráðgjöf og framkvæmd skráninga og rannsókna á vegum félagsins.


Saltvík á sumarkvöldi.

4. Ágúst 2016

Loftmynd af Saltvík - google earth.

Fimmtudagskvöldið 4. ágúst býður Hið þingeyska fornleifafélag í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands ses. í heimsókn í Saltvík skammt sunnan Húsavíkur.

Í framhaldi af fornleifaskráningu í Reykjahverfi sumarið 2002 fundust m.a. tvær rúsaþyrpingar sunnan við túnið í Saltvík.  Engar heimildir eru til um þessar rústir svo vitað sé og ekki fundust aðilar á þeim tíma sem könnuðust við þessi tóftabrot eða þekktu sögu þeirra.  Tóftirnar eru ágætlega skýrar og liggur framhjá þeim reiðleið.  Við forrannsókn á þessum tóftum þá um sumarið fundust einnig tvö kuml sem báðum hafði verið raskað, báðum á fimmtándu öld skv. gjóskulögum en sjá mátti uppgröft skammt undir gjóskunni sem féll árið 1477.

Á netinu má finna m.a. tvær greinargóðar skýrslur um rannsóknirnar í Saltvík,  hér og hér.

Mæting er í gönguferðina við stóra hesthúsið í Saltvík kl. 18.30 og áætlað er að gönguferðin taki eina til eina og hálfa klukkustund.  Leiðsögumaður er Dr. Adolf Friðriksson forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands.  UnnstIng.


Fornir fimmtudagar - Leiđarnes í ljósaskiptum

27. Júlí 2016

Fimmtudagskvöldið 28. júlí býður Hið þingeyska fornleifafélag í heimsókn á Leiðarnes í Fnjóskadal.  

Um Ljósvetningaleið er getið í Ljósvetningasögu, Reykdælu og Njálu en ekki er þar sagt hvar hún var haldin en fullvíst er talið að leiðarþingið hafi verið haldið á svonefndu Leiðarnesi sem er í landi Háls, vestur við Fnjóská, skammt sunnan brúarinnar.  

Orðið „Þing“ kemur úr fornnorrænu þar sem það merkti samkoma en þing til forna voru vettvangur dómstóla og löggjafar.  Auk Alþingis voru háð þrennskonar þing: Fjórðungsþing, vorþing (sóknar- og skuldaþing) og leiðarþing (haustþing).  Leiðarþing eða leiðir voru haldin að loknu alþingi og var tilgangurinn sá að gefa íbúum hvers héraðs nokkurs konar skýrslu um það sem fram hafði farið á Öxarárþingi.  Goðar héldu leiðarþingin en síðar féll það í hlut sýslumanna að halda leiðarþingin sem síðan liðu undir lok á 18. öld og manntalsþing tóku við hlutverkum þeirra.  

Fátt er vitað með vissu um þingstaðina en talið er að vorþingsstaðirnir hafi verið 13 talsins á landinu öllu, þrjú í hverjum fjórðungi nema Norðlendingafjórðungi þar sem þau voru fjögur, að sögn Ara fróða sökum þess að Norðlendingar gátu ekki komið sér saman um annað.  Á norðurlandi er talið með vissu að þeir hafi verið Í Hegranesi og í Þingey en ekki er um ábyggilegar heimildir að ræða varðandi Leiðarnes og Skuldaþingsey, svo dæmi sé tekið, heldur er fyrst og fremst byggt á nöfnum þessara tveggja staða sem og búðatóftunum sem þar er að finna.  

Mæting í gönguferðina er við austari Vaglaskógarveg, ekið upp klaufina og stoppað þar.  þaðan verður gengið að Leiðarnesi.  Leiðsögumaður er Davíð Herbertsson frá Hrísgerði og áætlað er að gönguferðin taki 1,5 til 2 klukkustundir.  Unnst.Ing.

[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar - Kuml og gröf ađ kveldi fimmtudags

12. Ágúst 2015

Fimmtudagskvöldið 13. ágúst býður Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun íslands í heimsókn á kumlateiginn á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal.
...[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar á ţriđjudagskvöldi á Hofstöđum

13. Júlí 2015

Þriðjudagskvöldið 14 júlí býðst gestum og gangandi að heimsækja Hildi Gestsdóttur og samstarfsfólk í kirkjugarðinn forna á Hofstöðum í Mývatnssveit. Leiðsögumenn og kynnar v
...[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar 2015

13. Júlí 2015

Dagskrá Fornra fimmtudaga 2013
...[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar – Skuldaţingsey í Skjálfandafljóti

7. Ágúst 2014

Fimmtudaginn 7. ágúst klukkan 20.00 býðst almenningi og ferðafólki að litast um í Skuldaþingsey í Skjálfandafljóti. Skuldaþingsey liggur við norðurenda Þingeyjar að austa
...[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar - Bakki norđan Húsavíkur

31. Júlí 2014

Fimmtudagskvöldiđ 31. júlí kl. 20.00 býđur Hiđ ţingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands, gestum og gangandi í heimsókn á iđnađarlóđina á Bakka norđan Húsavíkur. Síđan 2001 hafa fornleifafrćđingar frá Fornleifastofnun Íslands stundađ rannsóknir í landi Bakka, fyrir norđan Húsaví
...[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar - Svalbarđ í Ţistilfirđi

9. Júlí 2014

Fimmtudaginn 17. júlí klukkan 17:30 býđst almenningi og ferđafólki ađ litast um í kirkjunni á Svalbarđi ţar sem Sigtryggur Ţorláksson tekur á móti gestum og segir sögu kirkjunnar. Ađ ţví loknu bjóđa fornleifafrćđingar í heimsókn á uppgraftrarsvćđiđ á Svalbarđi og gera grein fyrir sínum stör
...[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar - SAGA MÝVATNS

15. Ágúst 2013

Fimmtudagskvöldið 15. ágúst býður Hið þingeyska fornleifafélag í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn, gestum og gangandi í heimsókn í húsnæði s
...[Lesa frétt]


Fornir fimmtudagar - rauđablástur á Skógum í Fnjóskadal.

7. Ágúst 2013

Fimmtudagskvöldið 8. ágúst kl. 20.00 býður Hið þingeyska fornleifafélag í samstarfi við Byggðasafn Skagfirðinga gestum og gangandi í heimsókn á fyrirhugað framkvæmdasvæð
...[Lesa frétt]


< Fyrri síða | Næsta síða >
Ţessi vefur keyrir á vStjórn 3.0