Framvinduskýrsla HÞF 2010

Sumarið 2010 tókst að ljúka skráningarvinnu vegna draga að minjakorti yfir eyðibyggðina á Seljadal og forrannsóknir voru gerðar á fornum áður óþekktum tóftum „Þórutóftum“ syðst á Seljadal en rannsóknir á Seljadal hafa leitt í ljós að byggð hefur hafist þar mun fyrr en heimildir geta til um.   áfram var haldið við rannsóknir á kumlateignum á Litlu Núpum og á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal.  Margt nýtt hefur komið í ljós varðandi greftrunarsiði forfeðra okkar í heiðnum sið en um leið og einni spurningu er svarað vakna fjölmargar nýjar spurningar.  Á Ingiríðarstöðum kom í ljós L laga veggur inni í kumlateignum, undarlega staðsettur með undarlegum „stoðarholum“, nýburagröf og beinaleifum í holu í garðinum sjálfum.  Ekki er ljóst hvað þarna  er á ferðinni en ýmsar spurningar þegar í ljós koma beinaleifar af mönnum og dýrum í sömu holunni. Í ljósi mikils áhuga ferðamanna og heimamanna á fornleifarannsóknum í sýslunni buðu Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands almenningi að heimsækja fornleifafræðinga á vettvang rannsókna í fimm skipti og var dagskráin send inn á hvert heimili í Þingeyjarsýslu og auglýst í staðarmiðlum og útvarpi á á gististöðum.  Undirtektir voru frábærar og 200 manns heimsóttu vísindamenn á vettvangi sumarið 2010 í þessum skipulögðu heimsóknum.

Smelltu á tengilinn til að fræðast um helstu niðurstöður rannsókna á vegum Hins þingeyska fornleifafélags árið 2010

Framvinduskýrsla HÞF 2010