Samþykktir

Samþykktir Hins þingeyska fornleifafélags

24. Júní 2006

Samþykktir. Hins þingeyska fornleifafélags
I. Kafli Nafn, heimili og tilgangur.
1. gr. Félagið heitir: Hið þingeyska fornleifafélag.
2. gr. Heimili félagsins er að Garðarsbraut 5, 640 Húsavík.
3. gr. Markmið félagsins:

– Auka þekkingu vísindamanna og almennings á sögu Þingeyjarþings, einkum á miðöldum.
– Efla rannsóknir á íslenskri miðaldamenningu með samvinnu fræðimanna, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með áherslu á hagnýta notkun og framsetningu vísindalegra gagna.
– Undirbúa og framkvæma fornleifaskráningu og fornleifarannsóknir í Þingeyjarþingi.
– Skapa styrkari forsendur fyrir menningartengda ferðamennsku í Þingeyjarþingi með:

o útgáfu fræðirita og fræðsluefnis um sögu svæðisins; o uppsetningu margmiðlunarefnis um sögu svæðisins og einstakra menningarminja; o uppbyggingu nýrra ferðamannastaða og afþreyingamöguleika í Þingeyjarþingi. Til að uppfylla markmið félagsins er því heimilt að stofna til reksturs skrifstofu og ráða starfsmenn og/eða ganga til samstarfs við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir um uppbyggingu og rekstur verkefna.

II. Kafli Skyldur og ábyrgð félaga.
4. gr. Ábyrgð í félaginu er takmörkuð þannig, að hver aðili ber einungis ábyrgð á skuldbindingum í því hlutfalli sem kveðið er á um í samþykktum þessum.
5. gr. Hver aðili er skuldbundinn til að hlíta samþykktum félagsins og öðrum reglum eða ákvörðunum, er félagið eða stjórn þess með lögmætum hætti kann að setja eða taka.
6. gr. Kostnaður vegna launa starfsfólks og rekstur skrifstofu greiðist samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um.
7.gr Kostnaður við kaup sameiginlegs búnaðar greiðist samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um.
8. gr Annar kostnaður, sem ekki er tilgreindur í samþykktum þessum greiðist samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um.

III. Kafli Félagsfundir, stjórn og fagleg ráðgjöf.
9. gr. Lögmætir félagsfundir fara með æðsta vald í málefnum félagsins innan þeirra marka sem samþykktir þessar og landslög setja.
10. gr. Félagsfundur er lögmætur sé löglega til hanns boðað.
11. gr. Til félagsfundar skal boðað með tilkynningu til þeirra aðila sem standa að þessum samþykktum, í ábyrgðarbréfi eða á annan sannanlegan hátt. Til aðalfundar skal boðað með 14 daga fyrirvara, en til félagsfundar með 7 daga fyrirvara. Fundarefnis skal getið í fundarboði.
12. gr. Stjórn félagsins boðar til félagsfundar þegar hún telur þess þörf og jafnframt ef þess er óskað af einhverjum þeirra aðila sem samþykktir þessar taka til.
13. gr. Aðild nýrra félaga er háð samþykki stjórnar félagsins á hverjum tíma.
14. gr. Fornleifastofnun Íslands annast vísindalega ráðgjöf um val og framkvæmd verkefna til stjórnar félagsins. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga annast fjárhagslega ráðgjöf og umsýslu vegna starfsemi félagsins.

IV. Kafli Aðalfundir.
15. gr. Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok apríl mánaðar ár hvert: Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál:
a) Skýrsla stjórnar félagsins um starfssemi þess s.l. starfsár.
b) Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
c) Rekstar og starfsáætlun lögð fram til samþykktar.
c) Kosning stjórnar.
d) Þóknun stjórnar.
e) Kosning endurskoðanda.
f) Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
g) Önnur mál.
16. gr. Atkvæðavægi á aðalfundi skiptist jafnt á milli þeirra aðila sem að samþykktum þessum standa. Á aðalfundi í félaginu er fulltrúum þeirra aðila sem standa að þessum samþykktum heimil seta með umræðu og tillögurétti um þau mál sem eru á dagskrá, þó þeir hafi ekki allir atkvæðisrétt.
17. gr. Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum, kosnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli félagsfunda.
18. gr. Stjórn skiptir með sér verkum. Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim.
19. gr. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Hver stjórnarmaður hefur eitt atkvæði. Ef atkvæði falla jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum.
20. gr. Halda skal gerðabók um fundi stjórnar og fundargerð staðfest af stjórnarmönnum.

V. Kafli Reikningar og endurskoðun.
21. gr. Stjórn skal sjá um að bókhald sé haldið um starfssemi félagsins og ársreikningur saminn á hverju reikningsári, sem er almanaksárið.
22. gr. Á aðalfundi skal kjósa félaginu endurskoðanda til eins árs í senn og skal hann vera löggiltur endurskoðandi eða endurskoðunarfélag.
23. gr. Ársreikningurinn og skýrsla endurskoðanda skal berast stjórn félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
24. gr. Verði tekjuafgangur á einhverju ári skal hann fluttur óráðstafaður til næsta árs, nema aðalfundur ákveði á því aðra rástöfun. Verði halli á árinu ákveður aðalfundur, hvort gera beri sérstakar ráðstafanir til að mæta honum. VI. Kafli Breytingar á samþykktum.
25. gr. Samþykktum þessum má einungis breyta á löglega boðuðum aðalfundi í félaginu, enda sé frá því skýrt í fundarboði að breyting sé fyrirhuguð og í hverju hún felist í meginatriðum. Áskilið er að breytingin hljóti samþykki a.m.k. ¾ hluta þeirra atkvæða, er mætt er fyrir á fundinum. VII. Kafli Félagsslit.
26. gr. Nú þykir ráðlegt eða nauðsynlegt að slíta félaginu og þarf þá samþykki félagsaðila, er ráða minnst 4/5 hluta allra atkvæða í félaginu. Hið sama á við um hvers konar samruna eða sameiningu félagsins við önnur félög. Fundur sá, sem saþykkir á lögmætan hátt að slíta félaginu, kveður og á um hvernig ráðstafa skuli eignum þess og greiðslu skulda. Ágreiningsmál.
27. gr. Rísi upp ágreiningur vegna samþykkta þessara, skal reka hann fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Þannig samþykkt á stofnfundi Hins þingeyska fornleifafélags, á Narfastöðum, 02. október 2004 ásamt breytingum á aðalfundi félagsins, 3. apríl 2005.

_______________________________________
Unnsteinn Ingason, Narfastöðum, Þingeyjarsveit 650 Laugar kt. 160266-5979

_______________________________________
Hreiðar Karlsson, Baldursbrekku 10, 641 Húsavík. kt. 161244-4579

_______________________________________
Ingi Tryggvason, Narfastöðum, Þingeyjarsveit. 650 Laugar. kt. 140221-3419

_______________________________________
Guðmundur Hallgrímsson, Grímshúsum, Aðaldal. 641 Húsavík kt. 260938-4369

_______________________________________
Atli Vigfússon, Laxamýri, Aðaldal. 641 Húsavík. kt. 230556-3429

_______________________________________
Fornleifastofnun Íslands, Bárugötu 3, 101 Reykjavík. kt. 680695-2969

_______________________________________
Ferðaþjónustan á Narfastöðum ehf. Narfastöðum, Þingeyjarsveit. 650 Laugar. kt. 620498-2549

_______________________________________
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík. kt. 610584-0399 (með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins)

_______________________________________
Safnahúsið á Húsavík, Stóragarði 17, 640 Húsavík. kt. 580880-0299 (með fyrirvara um samþykki stjórnar félagsins)

_______________________________________
Þekkingarsetur Þingeyinga, Garðarsbraut 19, 640 Húsavík. kt. 670803-3330