Saltvík á sumarkvöldi.

Fimmtudagskvöldið 4. ágúst býður Hið þingeyska fornleifafélag í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands ses. í heimsókn í Saltvík skammt sunnan Húsavíkur.

Í framhaldi af fornleifaskráningu í Reykjahverfi sumarið 2002 fundust m.a. tvær rúsaþyrpingar sunnan við túnið í Saltvík.  Engar heimildir eru til um þessar rústir svo vitað sé og ekki fundust aðilar á þeim tíma sem könnuðust við þessi tóftabrot eða þekktu sögu þeirra.  Tóftirnar eru ágætlega skýrar og liggur framhjá þeim reiðleið.  Við forrannsókn á þessum tóftum þá um sumarið fundust einnig tvö kuml sem báðum hafði verið raskað, báðum á fimmtándu öld skv. gjóskulögum en sjá mátti uppgröft skammt undir gjóskunni sem féll árið 1477.

Á netinu má finna m.a. tvær greinargóðar skýrslur um rannsóknirnar í Saltvík,  hér og hér.

Mæting er í gönguferðina við stóra hesthúsið í Saltvík kl. 18.30 og áætlað er að gönguferðin taki eina til eina og hálfa klukkustund.  Leiðsögumaður er Dr. Adolf Friðriksson forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands.