Fornir fimmtudagar á Dysnesi

Fornir fimmtudagar á Dysnesi við Eyjafjörð

Fimmtudaginn 29. júní kl. 17.30 býður Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands ses. íbúum norðurlands og getsum þeirra í heimsókn á Dysnes við Eyjafjörð.  Hafist var handa við könnun á Dysnesi fyrr í sumar en könnunin er liður í undirbúningsrannsóknum vegna fyrirhugaðarar byggingar stórksipahafnar á Dysnesi.

Þegar fornleifafræðingar mættu á svæðið var afar líitið að sjá.  Fátt gaf til kynna að kuml eða aðrar menjar væru undir sverðinum og aðeins ein lítil dæld á þýfðu nesinu gaf fyrirheit um að nesið bæri nafn með réttu.  Engar skriflegar heimildir eru til um Dysnes, engar sjáanlegar minjar eru í grendinni, engir garðar sjáanlegir, engar tóftir sem gætu gefið til kynna forna byggð og yfirleitt ekkert sem gaf til kynna að staðurinn væri spennandi með tilliti til fornleifarannsókna, annað en nafnið, en þekkt er að staðarnöfn breytast í tímans rás og því ekki á nafnið eitt að treysta.

 

En annað kom svo sannarlega á daginn.  Segja má að hvar sem fornleifafræðingar stungu niður skóflu, þar voru minjar undir.  Þegar þetta er skrifað þann 28. júní er öruggt að a.m.k. 2 bátskuml eru á Dysnesi og alls ekki útilokað að fleiri bátskuml líti dagsins ljós innan fárra daga eða vikna, reynar eru líkurnar miklar.  Bátskumlin tvö sem eru nú að mestu uppgrafin eru greinileg og í þeim hafa fundist, auk beinaleifa, sverð, spjótsoddur, skjaldarbóla og fleiri munir en báðum kumlunum virðist hafa verið rask

að fyrir langalöngu og stór hluti annars kumlsins er horfinn vegna ágangs sjávar.  Engin leið er að segja til um hvað nesið hafi verið stórt fyrir þúsund árum og hvort fleiri kuml hafi verið á nesinu en eru horfinn í sjóinn vegna landbrots.

 

En margt fleira er að sjá á Dysnesi sem enn hefur leindardómsfullan blæ yfir sér.  Þótt bátskumlin tvö séu greinileg þá eru aðrir „haugar“  sem enginn veit enn hvað hefur að geyma.  Einn þeirra lítur út eins og grjóthringur eða grjótbeð og umhverfis eru nokkrar grunnar dokkir en í þeim var

Grjóthaugur og dokkir umhverfis, óvíst hvað leynist undir.

ekkert að finna og aldrei áður hafa svipuð ummerki verið að sjá í kumlateigum hérlendis.

Það er full ástæða til að líta í heimsókn á Dysnes fimmtudaginn 29. júní kl. 17.30  í boði Hins þingeyska fornleifafélags og Fornleifastofnuanr Íslands.

Dysnes er í 15 km akstursfjarlægð frá Akureyri.  Ekið er sem leið liggur í átt til Dalvíkur.  Beygt er útaf Dalvíkurvegi  til austurs í Átt að Syðri Bakka (vegur 812) og aftur beigt niður að Gilsbakka og af heimreiðinni er ekið út af veginum til vinstri og mjóan malarveg niður undir fjöruborð.  þaðan er gengið eftir fjörunni nokkur hundruð metra til norðurs þar til komið er á Dysnesið.  Sjá nánar á korti Landmælinga Íslands.

 

Dysnes

Gestir eru hvattir til að vera vel skóaðir og klæddir því hafgolangetur verið köld.

 

HÞF / Unnsteinn Ingason.