Heiðarsel í þrívídd
Heiðarsel úr lofti.j kjffldkjf kdjfdskjf dkkjffdk dkfj kdkkjf kdkfjkk sdkjfk fkjf kkfj kkdjf dkkjf kjf lkdf
Fornir fimmtudagar á Dysnesi
Fornir fimmtudagar á Dysnesi við Eyjafjörð
Fimmtudaginn 29. júní kl. 17.30 býður Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands ses. íbúum norðurlands og getsum þeirra í heimsókn á Dysnes við Eyjafjörð. Hafist var handa við könnun á Dysnesi fyrr í sumar en könnunin er liður í undirbúningsrannsóknum vegna fyrirhugaðarar byggingar stórksipahafnar á Dysnesi.
Þegar fornleifafræðingar mættu á svæðið var afar líitið að sjá. Fátt gaf til kynna að kuml eða aðrar menjar væru undir sverðinum og aðeins ein lítil dæld á þýfðu nesinu gaf fyrirheit um að nesið bæri nafn með réttu. Engar skriflegar heimildir eru til um Dysnes, engar sjáanlegar minjar eru í grendinni, engir garðar sjáanlegir, engar tóftir sem gætu gefið til kynna forna byggð og yfirleitt ekkert sem gaf til kynna að staðurinn væri spennandi með tilliti til fornleifarannsókna, annað en nafnið, en þekkt er að staðarnöfn breytast í tímans rás og því ekki á nafnið eitt að treysta.
En annað kom svo sannarlega á daginn. Segja má að hvar sem fornleifafræðingar stungu niður skóflu, þar voru minjar undir. Þegar þetta er skrifað þann 28. júní er öruggt að a.m.k. 2 bátskuml eru á Dysnesi og alls ekki útilokað að fleiri bátskuml líti dagsins ljós innan fárra daga eða vikna, reynar eru líkurnar miklar. Bátskumlin tvö sem eru nú að mestu uppgrafin eru greinileg og í þeim hafa fundist, auk beinaleifa, sverð, spjótsoddur, skjaldarbóla og fleiri munir en báðum kumlunum virðist hafa verið rask
að fyrir langalöngu og stór hluti annars kumlsins er horfinn vegna ágangs sjávar. Engin leið er að segja til um hvað nesið hafi verið stórt fyrir þúsund árum og hvort fleiri kuml hafi verið á nesinu en eru horfinn í sjóinn vegna landbrots.
En margt fleira er að sjá á Dysnesi sem enn hefur leindardómsfullan blæ yfir sér. Þótt bátskumlin tvö séu greinileg þá eru aðrir „haugar“ sem enginn veit enn hvað hefur að geyma. Einn þeirra lítur út eins og grjóthringur eða grjótbeð og umhverfis eru nokkrar grunnar dokkir en í þeim var
ekkert að finna og aldrei áður hafa svipuð ummerki verið að sjá í kumlateigum hérlendis.
Það er full ástæða til að líta í heimsókn á Dysnes fimmtudaginn 29. júní kl. 17.30 í boði Hins þingeyska fornleifafélags og Fornleifastofnuanr Íslands.
Dysnes er í 15 km akstursfjarlægð frá Akureyri. Ekið er sem leið liggur í átt til Dalvíkur. Beygt er útaf Dalvíkurvegi til austurs í Átt að Syðri Bakka (vegur 812) og aftur beigt niður að Gilsbakka og af heimreiðinni er ekið út af veginum til vinstri og mjóan malarveg niður undir fjöruborð. þaðan er gengið eftir fjörunni nokkur hundruð metra til norðurs þar til komið er á Dysnesið. Sjá nánar á korti Landmælinga Íslands.
Gestir eru hvattir til að vera vel skóaðir og klæddir því hafgolangetur verið köld.
HÞF / Unnsteinn Ingason.
Rannsóknir Hins þingeyska fornleifafélags halda áfram í sumar.
Síðastliðinn föstudag 24. mars úthlutaði Fornminjasjóður tæpum 45 miljónum króna til 24 verkefna af þeim 50 verkefnum sem sótt var um til sjóðsins.
Hið þingeyska fornleifafélag hlaut að þessu sinni tvo styrki, hvor um sig að fjárhæð 2,3 miljónir króna.
Kumlin á Litlu Núpum
Annars vegar er um að ræða framhald rannsókna á kumlateignum á Litlu Núpum í Aðaldal en þar fundust á árunum 2008-2010 fimm hefðbundin kuml með mannabeinum, þrjú hrosskuml og síðast en ekki síst bátskuml, það fyrsta í nær hálfa öld. Öll voru þessu kuml röskuð þ.e. hreyft hefur verið við þeim á næstu öldum eftir að þau voru grafin og bein ýmist verið fjarlægð eða þau hafa eyðst að miklu leyti og gripir fjarlægðir en ekki er hægt að fullyrða hvort kumlin hafi verið rænd í hefðbundnum skilningi þess orðs eða hvort opnun grafanna hafi tengst trúarsiðum og venjum þess tíma.
En markmið Hins Þingeyska fornleifafélags (HÞF) er að ljúka rannsóknum á kumlateignum í sumar ef fjármunir duga til með því að stækka rannsóknarsvæðið þótt ekki séu nein ummerki sýnileg á yfirborði sem gefa vísbendingar um að þar séu fleiri kuml að finna. Hefðbundin aðferð við kumlarannsóknir hefur um áratuga skeið verið á þann veg að aðeins kumlið sjálft hefur verið grafið upp, m.a. sökum þess að fjármagn hefur ávallt verið takmarkandi þáttur við rannsóknirnar, en rannsóknir HÞF á kumlateignum á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal á undanförnum árum hefur m.a. leitt í ljós að umbúnaður kum
la var flóknari en áður var talið og m.a. hafa stoðarholur komið í ljós utanvert
við grafirnar sem bendir til að tjaldað hafi verið yfir kumlin á einhverjum tímapunkti.
Stefnt er að því í sumar að gera allt að átta prufuskurði norðan, sunnan og vestan
við núverandi kumlateig eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem væntanlegir prufuskurðir eru merktir með rauðu en kuml sem rannsóknum er lokið á eru merkt með svörtum lit.
Ísótóparannsóknir á beinum
Hins vegar fékkst styrkur að fjárhæð 2,3 miljónir króna til ísótóparannsóknum á beinasafninu úr kumlateignum á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal í Aðaldal. Þar hafa farið fram fornleifarannsóknir á vegum HÞF á árunum 2008-2015 og á því timabili voru grafin upp níu kuml auk tveggja gryfja sem innihéldu bein. Í kumlunum fundust leifar af átta hrossum og mannabein var að finna í átta af þessum níu kumlum. Öll voru kumlin röskuð fyrir utan eina smá gröf þar sem nýburði hafði verið lagður til hinstu hvílu.
Markmiðið með ísótóparannsóknum er þríþætt. Í fyrsta lagi að kanna hversu hátt hlutfall af fæðu einstaklinganna sem um ræðir kemur úr sjó, úr ferskvatni eða af landi. Sýni verða tekin úr lærleggjum og rifbeinum en ísótópar lærleggs gefa víbendingar um fæðuval síðustu 10-15 ára af ævi einstaklingsins en rifbein, sem endurnýjast mun hraðar en lærleggur, gefa vísbendingar um fæðuval síðustu 2-5 ár ævinnar.
Í öðru lagi verða tekin sýni úr tannglerungi til að vinna upprunarannsóknir en ísótópar í tönnum geta gefið vísbendingar hvort eitthvað af þeim mönnum eða hestum sem fundust í kumlunum hafi fæðst utan Íslands og mögulegt kanna að vera að greina megi uppruna einstaklinganna hafi þeir fæðst utan Íslands. Ísótópar í tannglerungi safnast upp mjög snemma ævinnar og með samanburðarrannsóknum við ísótópa í berggrunni er mögulegt að rekja uppruna einstaklinga upp að vissu marki.
Í þriðja lagi verða dýrabein aldurgreinnd með C14 aðferð (kolefnisaðferð). Fæðuval manna hefur neikvæð á hrif á nytsemi kolefnisgreininga, m.a. sökum þess að kolefni safnast upp í vatnalífverum sem síðan berst yfir í menn við neyslu þeirra og dæmi eru um að kolefnisgreining sýni meira en 200 ára mun á aldri manns og hests sem liggja í sömu gröf.
Umtalsverður fjöldi ísótóparannsókna hafa verið gerðar á beinum úr bæði kumlum og gröfum kirkjugarða s.s. á beinum úr kirkjugarðinum á Hofstöðum í Mývatnssveit og því er nóg til af samanburðarefni. Allar rannsóknirnar verða unnar í Scottish universities Environmental Research Centre (SUERC) (Universities of Edinburgh and Glasgow).
Howell Magnús Roberts mun stýra rannsóknunum á Litlu Núpum líkt og undanfarin ár og Dr. Hildur Gestsdóttir mannabeinafræðingur mun stýra rannsóknunum á beinunum frá Ingiríðarstöðum. Bæði starfa þau hjá Fornleifastofnun Íslands ses. sem hefur verið samstarfsaðili HÞF frá stofnun félagsins árið 2004.