Fornir fimmtudagar á Ljótsstöðum

Fimmtudagskvöldið 16. ágúst kl. 20.00 taka fornleifafræðingarnir Birna Lárusdóttir og Elín Hreiðarsdóttir frá Fornleifastofnun Íslands á móti gestum á Ljótsstöðum í Laxárdal og fræða gesti um fornleifaskráningu sem stendur yfir á jörðinni sem og ýmsar þær minjar sem sem þar er að finna.  Ekið er inn Laxárdal að vestanverðu og mæting er heima við hlið á Ljótsstöðum.  Frá Laxárvirkjun tekur u.þ.b. 20 mínútur að aka suður í Ljótsstaði.