Kl. 20:00 (1-1,5 klst.) Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson.
Á árunum 2001-2006 fóru fram fornleifarannsóknir á eyðibýlinu Hrísheimum í Mývatnssveit. Í ljós komu leifar bæjar frá fyrstu öld byggðar í landinu. Fundust þar m.a. jarðhús sem líklega hafa verið
fyrstu húsakynni landnemanna, sem og leifar bæjarhúsa og minja um allumfangsmikla járngerð.
Skammt frá bænum fannst dys sem gæti verið leifar af grafreit þessa merka fornbýlis. Farið verður með gesti á staðinn, sagt frá árangri uppgraftarins og gengið um örfoka tún hinna fornu Hrísheima.
Mæting við afleggjara til vinstri að lítilli námu alveg við veginn rétt áður en komið er að brúnni yfir Gautlandalæk á leiðinni að Heiði, þaðan gengið á staðinn u.þ.b. 5-10 mín. gangur. Sjá nánar á meðfylgjandi korti.
Nánar má lesa um Hrísheima á vefsvæði NABO (North Atlantic Biocultural Organisation) á slóðinni http://www.nabohome.org/cgi-bin/explore.pl?seq=104
Dagskrá Fornra fimmtudaga 2013 á vegum Hins þingeyska fornleifafélags og samstarfsaðila má sjá hér vinstra megin á síðunni.