Fimmtudagskvöldið 1. ágúst kl. 20.00 býðst almenningi og ferðafólki að litast um á Fremri Fjöllum í Kelduhverfi. Fremri Fjöll eru 3,5 km sunnan við bæinn Fjöll í Kelduhverfi og voru notuð sem beitarhús á 19. og 20. öld.
Fremri Fjöll er tóftasvæði sem er um 360x600m að stærð og þar má finna tvær skálalaga tóftir og stórt og flókið garðakerfi. Ef stærri tóftin sem hefur þetta skálalag er skáli í raun mun hann vera með stærri skálum á Íslandi, stærri en Hofstaðaskálinn. Byrjað verður á að skoða minni skálann og síðan þann stærri, litið yfir garðakerfið og jafnvel á útihúsin.
Ekið er að bænum Fjöllum, sjá kort hér að neðan, og safnast verður þar í bíla og ekið að Fremri Fjöllum. Leiðsögumenn eru Stefán Ólafsson fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands og Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn.
Gestir eru hvattir til að vera vel klæddir og vel skóaðir.
Hið þingeyska fornleifafélag. Uing.