Hofstaðir í fortíð og framtíð

Hofstaðir í fortíð og framtíð

Er yfirskrift málþings sem haldið verður á Narfastöðum í Reykjadal í Þingeyjarsveit, 24. apríl kl. 11:00-16:00

Gestagangur á Hofstöðum 11:30 Gavin Lucas, fornleifafræðingur – Excavations of the Viking Age Settlement atHofstaðir – 1991-2002. This talk will offer a general overview of the site and its current interpretation. 12:00-12:40 Matarhlé 12:40 Hildur Gestsdóttir, mannabeinafræðingur – Kirkjugarðurinn á Hofstöðum Á árunum 1999-2004 fór fram fornleifauppgröftur í miðaldakirkjugarðinum á Hofstöðum. Á þeim tíma var lokið við að grafa upp leifar tveggja kirkna auk 75 grafa. Í þessu erindi verður greint frá helstu niðurstöðum þeirra rannsókna. 13:10 Árni Einarsson, líffræðingur – Villidýrin á Hofstöðum Sagt verður frá því sem öskuhaugarnir á Hofstöðum og nágrenni gefa til kynna um nytjar af villtum dýrum. Ljóst er að þeir fornaldar-,,hofsar“ hafa víða sótt fanga. 13:40 Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur – Að hengja haus; um upphengda hausa og heila skrokka Í erindi sínu ber Ingunn saman þær upplýsingar sem nautahauskúpurnar á Hofstöðum veita og ýmsar bókmenntaheimildir og skoðar með þeim hætti hvort þær geti varpað ljósi á hvort heiðinn átrúnaður hafi verið ástundaður af nokkurri staðfestu hér á landi. 14:10 Unnsteinn Ingason, ferðamálafrömuður og Sif Jóhannesdóttir, þjóðfræðingur– Rannsóknir skapa tækifæri í heimabyggð Erindi um þau tækifæri sem skapast fyrir heimamenn í tengslum við fornleifarannsóknir. Sagt verður frá árangursríku samstarfi í Þingeyjarsýslu og þeim möguleikum sem fornleifarannsóknir skapa í uppbyggingu ferðaþjónustu. 14:30 Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur – Landnám á Norðausturlandi. Hofstaðir í víðara samhengi Uppgröftinn á Hofstöðum má líta á sem flaggskip umfangsmikilla rannsókna á landnámi og víkingaöld á Norðausturlandi sem hafa verið í gangi síðastliðin 15 ár – og er enn verið að. Í erindinu verður gerð grein fyrir því hvernig þessar rannsóknir hafa breytt sýn okkar á landnám Íslands og hvaða spurningar eru nú efst á baugi þegar mikilvægum áfanga hefur verið náð með útgáfu Hofstaðarannsóknarinnar. 15:00 Kaffisopi og umræður 16:00 Þingslit Málþingið er öllum opið Þátttökugjald er 1000 kr. en innifalið er kaffi og léttur hádegisverður Þátttakendur eru beðnir að skrá sig. Skráning og frekari upplýsingar: thora@instarch.is . Skráningu lýkur fimmtudaginn 22. apríl