Fornir fimmtudagar á Skútustöðum

Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands standa að gönguferðadagskrá um minjasvæði í Suður-Þingeyjarsýslu. Heimsóttir verða staðir þar sem rannsóknir eru í gangi og fornleifafræðingar taka á móti gestum.

 

Næsta heimsókn er á uppgraftrarsvæðið á Skútustöðum III í Mývatnssveit, Fimmtudaginn 8. júlí kl. 16:30 (ca 1. klst.)  Uppgraftrarsvæðið er mjög afmarkað og aðeins þarf að ganga nokkra tugi metra frá bílastæði.

 

Á Skútustöðum III hefur á síðustu árum verið unnið að rannsókn á umfangsmiklum öskuhaug. Þar hafa fundist vísbendingar um byggð allt frá landnámsöld og fram á okkar daga en í öskuhaugum leynast miklar vísbendingar um líf fólks fyrr á öldum sem varpað geta ljósi á lífsviðurværi fólks og efnahag.   Þóra Pétursdóttir, Dr. Thomas McGovern og félagar munu gægjast með gestum árhundruð aftur í tímann og gefa þeim innsýn í störf fornleifafræðinga með áherslu á beina-fornleifafræði (Zoo archaeology).  UIng.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *