Margt er skrítið á Skútustöðum.

Þóra Pétursdóttir ásamt gestum. Mynd: Unnsteinn Ingason.

Tuttugu og tveir gestir nutu leiðsagnar Þóru Pétursdóttur og Dr. Thomas McGovern um uppgraftrarsvæðið á Skútustöðum á nýliðnu fimmtudagssíðdegi. Þrátt fyrir napra norðangolu áttu gestir góða og fróðlega stund í bakgarðinum hjá Gerði á Skútustöðum III og ekki spillti fyrir sjóðandi kaffibolli sem Gerður færði gestum út í garðinn í lok heimsóknar.

Fingurbjörg. Mynd. T.McGovern

Eins og áður hefur fram komið hér á síðunni er afar gjöfull ruslahaugur á Skútustöðum III sem spannar allt frá landnámi fram á tuttugustu öldina og gríðarlegt magn beina hefur komið í ljós ásamt nokkrum skemmtilegum gripum. þar má m.a. nefna ofurlítinn tappa sem nú er ljóst að er úr rostungstönn og mikið magn af brotnum krítarpípum, hnífur, fingurbjörg og fl. Á einu pípubrotinu var merki framleiðandans og eftir uppflettingu í miklum doðröntum um krítarpípuframleiðendur fyrr á öldum kom í ljós að framleiðandi þessarar krítarpípu sem reykt var úr á Skútustöðum á sautjándu öld, var

Hnífur frá miðöldum. Mynd. T.McGovern

William Sterridge í London sem framleiddi krítarpípur á árabilinu

Krítarpípuhaus framleiddur af William Sterridge í London. Mynd. T.Mcgovern

1610-1640. Einnig má nefna sautjándualdar postulínsbrot og lítinn silfur „pening“ með skrítinni ígrafinni mynd sem margar kenningar eru uppi um hvað eigi að tákna.

 

 

Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands þakkar gestum komuna og Þóru og Tom skemmtilega og fræðandi leiðsögn.   UIng.