Miðvikudaginn 21. júlí býður Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands gestum og gangandi að heimsækja fornleifafræðinga að störfum á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal í Aðaldal. Mæting er á bílastæðinu við Grenjaðarstað kl. 13.00 þar sem safnast verður í bíla og ekið inn eftir Þegjandadal að austanverðu þar til komið er á móts við Ingiríðarstaði. þaðan er gengið þvert yfir dalinn í vestur og tekur gangan a.m.k. hálfa klukkustund og farið er yfir votlendi svo betra er að era vel skóaður. Á Ingiríðarstöðum munu fornleifafræðingar Fornleifastofnunar Íslands fræða gesti um uppgröft sumarsins en margt skrýtið og skemmtilegt hefur komið í ljós á kumlateignum á Ingiríðarstöðum. Aætluð tímalengd ferðar er 4. klst. Fararstjóri er Sif Jóhannesdóttir. Uing.