Framvinduskýrslur um verkefni Hins þingeyska fornleifafélags árin 2007, 2008, 2009 og 2010 eru komnar á vefinn og kennir þar margra grasa. Fræðast má um rannsóknir á bátskumlinu og kumlateignum á Litlu Núpum, um rannsóknir á Ingiríðarstöðum og Einarsstöðum í Þegjandadal, kumlateig á Lyngbrekku, rannsóknir í Narfastaðaseli og Þórutóftum, um gerð minjakorts af Seljadal og mælingar í Skuldaþingsey í Skjálfandafljóti.
Skýrslurnar er að finna undir Framvinduskýrslur og verkefnaskrár og einnig með því að smella á tenglana hér að neðan.
Skýrslurnar eru allar á pdf formi og 3-4 mb. að stærð og því getur tekið nokkra stund að sækja skyrsluna.