Minnum á aðalfund Hins þingeyska fornleifafélags sem haldinn verður í húsnæði Menningarmiðstöðvar Þingeyinga (Safnahúsinu á Húsavík), í dag, sunnudaginn 20. mars og hefst fundurinn kl. 16.00 (neðsta hæð)
Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf skv. Samþykktum félagsins.
Kynning á verkefnum liðins starfsárs.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu Sif Jóhannesdóttir starfsmaður Urðarbrunns (Hið þingeyska fornleifafélag, Fornleifaskóli barnanna og Þingeyskur sagnagarður) og Adolf Friðriksson forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands gera grein fyrir rannsóknum og verkefnum liðins starfsárs.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kaffi á könnunni.
Stjórn Hins þingeyska fornleifafélags.
Unnsteinn Ingason
Tryggvi Finnsson
Ásgeir Böðvarsson