Fornir fimmtudagar og síðbúinn sunnudagur 2011

Fimmtudagskvöldið 30. júní hefst dagskrá þar sem Hið þingeyska fornleifafélag, Fornleifastofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn bjóða gestum og gangandi að heimsækja fornleifafræðinga og aðra sérfræðinga á vettvangi rannsókna og fræðast um þeirra störf og þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum Hins þingeyska fornleifafélags, Fornleifastofnunar Íslands og fleiri aðila.

Dagskráin hefst í kirkjugarðinum á Hofstöðum kl. 20.30 fimmtudagskvöldið 30. júní og fimmtudaginn 7. júlí verða í boði tvær heimsóknir.  Önnur að Ingiríðarstöðum í þegjandadal þar sem haldið verður áfram uppgreftri á afar stórum og forvitnilegum kumlateig og um kvöldið er boðið í heimsókn að Brettingsstöðum í Laxárdal þar sem unnið er að fornleifaskráningu.  Sunnudaginn 10. júlí verður heimboð í Hafralækjarskóla en þar er sett upp vísindamiðstöð á hverju sumri af stórum hópi fornleifafræðinga og ýmissa annarra sérfræðinga af fjölmörgum þjóðernum.  Í ágúst verður boðið í göngu til garðs og kumlaleitar og verður nánar auglýst síðar.

Nánar má fræðast um heimsóknardagskrána og aðstandendur hennar með því að smella á tengilinn hér á eftir. Fornir fimmtudagar dagskrá 2011. Skráin er 1,4 mb að stærð.