Fornir fimmtudagar á Hofsstöðum.

Hofsstaðir, kort. Birt með leyfi LMI

Fimmtudagskvöldið 30. júní kl. 20.30 býðst gestum og gangandi að heimsækja Hildi Gestsdóttur og samstarfsfólk þar sem þau vinna að fornleifarannsóknum í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit.  Bílum má leggja heima á hlaði á Hofsstöðum og gestir eru beðnir að fara gætilega á ökutækjum um bæjarhlaðið.

Markmið rannsóknarinnar  á kirkjugarðinum á Hofsstöðum er að gera heildstæða rannsókn á kirkju og kirkjugarði til að auka þekkingu á byggingartækni og notkun kirkna á miðöldum sem og greftrunarsiðum þess tíma.  Auk þess er  stefnt að rannsóknum á beinasafninu sem upp úr garðinum kemur.

Í lok sumars 2010 höfðu alls verið grafnar upp 110 grafir á Hofsstöðum og í þeim fundist alls 113 beinagrindur.  Grafirnar eru rétthyrndar með rúnnuðum hornum, botninn er oftast flatur og sjaldan eru grafirnar dýpri en 50-60 cm, en ná í nokkrum tilfellum niður á fast berg.  Grafirnar hafa allar stefnuna vestur-austur og fylgja þannig stefnu leifa kirknanna tveggja sem fundust í vesturenda svæðisins á fyrri stigum uppgraftrarins.

Nær allar grafirnar voru teknar á tímabilinu 871 – 1300 aldursgreiningu sem byggð er á gjóskulögum en ekki er hægt að segja að svo stöddu nánar til um tímasetningu grafanna innan þessa ramma.

Fræðast má nánar um rannsóknirnar á kirkjugarðinum á Hofstöðum í framvinduskýrslu um uppgröftinn síðasta sumar með því að smella á þennan hlekk. Kirkjugarður Hofsstöðum framvinduskýrsla 2010. Skýrslan er á pdf formi og ríflega 1 mb að stærð.

Uing.