Síðbúinn sunnudagur í Hafralækjarskóla

Síðbúinn sunnudagur í vísindamiðstöðinni í Hafralækjarskóla.
Sunnudaginn 10. júlí gefst almenningi tækifæri á að líta við og heimsækja fornleifafræðinga í aðsetur þeirra í Hafralækjarskóla í Aðaldal.  Á hverju sumri undanfarin ár er þar sett upp vísindamiðstöð í nokkrar vikur í senn þar sem saman koma, fornleifafræðingar og aðrir vísindamenn og dvelja við rannsóknir í sýslunni.

Dagskráin hefst kl. 16.00 og geta gestir litið við hvenær sem þeim hentar á bilinu frá kl. 16.00 tl 18.00.  Stuttir fyrirlestrar verða fluttir með 30 mínútna millibili um rannsóknirnar sem unnið er að og unnið hefur verið að í Þingeyjarsýslum undanfarin ár.  Einnig verður myndasýning stöðugt í gangi.

Kl. 16.30 – 17.00 mun Orri Vésteinsson fjalla um fornleifarannsóknir í Þingeyjarsýslum í 20 ár.  Kl. 17.00 – 17.30 mun Hildur Gestsdóttir fjalla um miðaldakirkjugarðinn á Hofstöðum í Mývatnssveit og kl. 17.30 – 18.00 mun Adolf Friðriksson fjalla um Skútustaðarannsóknirnar.

Allt áhugafólk hjartanlega velkomið.  Kaffi og kleinur á boðstólum.

Hið þingeyska fornleifafélag, Fornleifastofnun Íslands, City University of New York.