Fornir fimmtudagar – SAGA MÝVATNS

Hús Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn

Fimmtudagskvöldið 15. ágúst býður Hið þingeyska fornleifafélag í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn, gestum og gangandi í heimsókn í húsnæði stöðvarinnar á Skútustöðum við Mývatn en þar mun Árni Einarsson forstöðumaður stöðvarinnar taka á móti gestum.

Eitt af mörgum verkefnum stöðvarinnar er að rekja sögu vatnsins frá myndun þess fyrir ríflega 2000 árum og fram á þennan dag og gestir munu kynnast tækninni sem beitt er til að ná borkjörnum úr setlögum vatnsins og aðferðum sem notaðar eru til að lesa  í söguna.  Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á sögu lífríkis í Mývatni síðastliðin 160 ár eða svo.

 

Náttúrurannsóknarstöðin er til húsa í gamla prestsetrinu á Skútustöðum.  Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og minnt er á að kynningin hefst kl. 19.00

 

Nánar má fræðast um fjölmargt sem tengist rannsóknum stofnunarinnar á vefsíðu hennar; www.ramy.is