Fimmtudaginn 17. júlí klukkan 17:30 býðst almenningi og ferðafólki að litast um í kirkjunni á Svalbarði þar sem Sigtryggur Þorláksson tekur á móti gestum og segir sögu kirkjunnar. Að því loknu bjóða fornleifafræðingar í heimsókn á uppgraftrarsvæðið á Svalbarði og gera grein fyrir sínum störfum og fræða um fornleifar á svæðinu Á 9. áratugnum og svo aftur frá árinu 2008 hafa fornleifafræðingar verið við störf á Svalbarði í Þistilfirði og á Svalbarðstungu. Í fyrstu var einblínt á hinn geysiþykka öskuhaug Svalbarðsbýlisins sem spannar tímabilið frá seinni hluta víkingaaldar til þeirrar 19. Af greiningum dýrabeina úr haugnum voru svo dregnar víðtækar ályktarnir um þróun efnahags á Íslandi m.a. í samhengi við hina svokölluðu Litlu ísöld sem stóð ca. 1450-1900. Síðan þá hafa enn frekari rannsóknir verið gerðar á Svalbarðshaugnum en einnig öðrum býlum og seljum á Svalbarðstungu og þess freistað að komast að því hvenær þau voru í byggð og að finna öskuhauga sem verða svo bornir saman við Svalbarð með það fyrir augum að greina hver munurinn er á efnahagi hjáleigna og höfuðbýlis. GAG / UING