Fornir fimmtudagar – Bakki norðan Húsavíkur

Fimmtudagskvöldið 31. júlí kl. 20.00 býður Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands, gestum og gangandi í heimsókn á iðnaðarlóðina á Bakka norðan Húsavíkur. Síðan 2001 hafa fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands stundað rannsóknir í landi Bakka, fyrir norðan Húsavík, vegna iðnaðarlóða sem þar hafa verið skipulagðar.  Er ljóst af niðurstöðum úr þessum rannsóknum að búseta hefur varað lengi á Bakka og hafa fundist minjar sem ná allt aftur á landnámsöld.  Fimmtudaginn 31. júlí  mun Oddgeir Isaksen fornleifafræðingur taka á móti gestum á Bakka þar sem hann mun greina frá helstu niðurstöðum rannsóknanna.   Mæting er kl 20:00 við fjárréttina á Bakka. OI/UI