Núna þegar fer að líða undir lok sumarsins og haustið er að ganga í garð er nóg að gerast í fornleifaransóknum á vegum Hins þingeyska fornleifafelags. Undan farnar vikur hefur verið unnið á fullu í kumlteignum á Litlu Núpum og voru fornleifafræðingarnir þar orðnir frekar spenntir í lok síðastu viku þegar í ljós kom steinahrúga sem virtist vera óhreyfð og gaf til kynna óhreyft kuml. Hrúgan reyndist óhreyfð en ekkert leyndist undir henni svo skrítið sem það er. Hins vegar kom í ljós hrossakuml sem líklega hefur tengst bátskumlinu, sem fannst árið 2007. Engin merki sáust á yfirborðinu og grafa þurfti talsvert til að finna ummerki um hreyfðan jarðveg. Beinin eru í hrúgu og annað hvort hefur hrossið hreinlega verið hlutað sundur eða þá að beinunum hafi verið rótað saman stuttu eftir að hrossið var heygt. Í þessari viku byrjuðu menn svo a rannsóknum á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal þar sem hefur verið byrjað á uppgreftri í kumlteignum og á mannvirki sem talið er vera kirkja. Auk þess er unnið að mælingum á fornleifum í Skuldaþingey og Þingey. Á meðan á heimsókn stóð á vettvangi í Þegjandadal í dag sást frumstig á þessari vinnu. Ekki er hægt að greina frekar frá „kirkjunni“ að svo stöddu þar sem menn eru enþá að vinna sig niður í gegnum moldaveggi sem hafa hrunið, moldarfok og öskulög, að hinu upprunnulega moldar yfirborði. Kumlin sem hafa verið opnuð hafa verið talsvert röskuð og þau rænd til forna. Hingað til hafa fundist nokkur bein og tennur úr hestum en það dróg heldur betur til tíðindar í dag þegar brotinn silfur peningur kom í ljós. Ekki er hægt að greina frá því hvers lenskur hann er en mun það væntanlega skírast þegar hann verður skoðaður betur.