Aðalfundur Hins þingeyska fornleifafélags

Aðalfundur Hins þingeyska fornleifafélags verður haldinn mánudagskvöldið 14. Júní næstkomandi kl. 20.00 í Menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík (Safnahúsinu) á jarðhæð. Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi skv. Samþykktum félagsins: a) Skýrsla stjórnar félagsins um starfssemi þess s.l. starfsár. b) Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. c) Rekstar og starfsáætlun lögð fram til samþykktar. c) Kosning stjórnar. d) Þóknun stjórnar. e) Kosning endurskoðanda. f) Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. g) Önnur mál. Kynning á verkefnum sumarsins: kl. 21.00 að loknum aðalfundi, munu þau Howell Magnús Roberts og Þóra Pétursdóttir frá Fornleifastofnun Íslands og Sif Jóhannesdóttir starfsmaður Urðarbrunns og Hins þingeyska fornleifafélags, gera grein fyrir rannsóknum og verkefnum liðins starfsárs. Allt áhugafólk er hjartanlega velkomið. Stjórn Hins þingeyska fornleifafélags. Unnsteinn Ingason Tryggvi Finnsson