Nemendastyrkir helgaðir nafni Hreiðars Karlssonar (Hreiðar Karlsson Memorial Award)

Stofnað hefur verið til ferðastyrks til erlendra stúdenta í fornleifafræði í nafni Hreiðars Karlssonar, f.1944, d.2009. Styrkurinn er veittur af NABO (North Atlantic Biocultural Organisation), sem eru alþjþóðleg samtök fornleifafræðinga og fornvistfræðinga sem fást við rannsóknir í Norður-Atlantshafi. Hefur NABO verið einn af helstu samstarfsaðilum Hins þingeyska fornleifafélags síðustu ár og veitt félaginu og öðrum aðilum margvíslegan stuðning við uppbyggingu vísindastarfs í héraðinu. Hlutverk styrkjanna verður að greiða götu námsmanna er halda til Íslands í vettvangsnám. Hreiðar Karlsson var einn af stofnendum Hins þingeyska fornleifafélags og sat í stjórn félagsins frá upphafi til dauðadags. Hreiðar lést í ágúst 2009. Sjá nánar á vefsíðu NABO www.nabohome.org