Fornleifarannsóknir hafnar á Skútustöðum

Frank, Amanda, Megan og Tom

Fornleifarannsóknir hafa verið stundaðar á Skútustöðum í Mývatnssveit síðan 2007 af hópi íslenskra og erlendra fornleifafræðinga. Fyrir hópnum í ár fara Þóra Pétursdóttir frá Fornleifastofnun Íslands og Dr. Thomas McGovern frá Hunter College í NY en Tom hefur nærri þriggja áratuga reynslu af fornleifarannsóknum á Norður Atlantshafs-svæðinu. Með þeim starfa hópur doktorsnema frá C.U.N.Y (Citi University of New York) en flest sérhæfa þau sig í beinafornleifaræði (Zoo archaeology) og má þar nefna: Frank Feeley, Megan Hicks, Amanda Schreiner, Aaron Kendall (sem sérhæfir sig í munum) og Celine DuPont sem er mastersnemi frá University of Laval. Allir CUNY nemarnir þáðu ferðastyrk frá NABO en styrkurinn er veittur í nafni Hreiðars Karlssonar, „Hreiðar Karlsson Memorial Award“ . Fyrsta verk hópsins á Skútustöðum var að fletta torfi ofan af uppgraftrarsvæðinu sem verður stækkað frá því sem var síðasta sumar og áherslan er lögð á að finna fleiri öskuhauga. Í öskuhaugum finnast bein og aðrar vísbendingar um líf fólks fyrr á öldum sem varpað geta ljósi á lífsviðurværi fólks og efnahag, rétt eins og öskutunnur dagsins í dag segja til um neysluhætti okkar nú á tímum.